Copyright © 2019 geopark. All rights reserved.
Get Social
Hraunsvík er innsta víkin á svæðinu og staðsett undir Festafjalli. Þar er fínn staður til að finna stuttnefjur að veiðum og aðra svartfugla. Fýlar og ritur verpa í klettaveggjunum.
Krýsuvíkurberg er langstærsta fuglabjarg á Reykjanesinu. Þangað er um 20 mínútna akstur í austur frá af Grindavík. Frá vegi niður að bílastæði er mjög lélegur malarvegur en gangan er ekki löng. Það tekur um 20-30 mínútur að ganga allt bjargið. Þarna eru um 21.000 ritur, 20.000 langvíur, 2.600 stuttnefjur, 8.700 álkur, nokkrir fýlar, toppskarfar, lundar, teistur, silfurmáfar, og ofan á klettabrúninni verpa snjótittlingar og sendlingar. Syllur eru ótraustar og aðgát skal höfð nærri bjargsbrún.
Krýsuvík er hversvæði milli Hafnarfjarðar og Grindavíkur sem geymir Grænavatn, Arnarvatn og Kleifarvatn. Þar eru verpandi vatnafuglar svo sem himbrimi, álftir, grágæsir, stokkendur, urtendur og nokkur pör toppanda. Þess á milli má á heiðum og grónu landi finna svipaða samsetningu varpfugla sem leita í ákveðin gróðurskilyrði: Heiðlóur, þúfutittlingar, stelkar, hrossagaukar, spóar, steindeplar, stöku jaðrakanar, sendlingar, lóuþrælar, kjóar, skúmar og óðinshanar.
Reykjanes jarðvangur ses
Kt. 6311120480
E: info@reykjanesgeopark.is
Lorem ipsum dolor Ut enim ad minim lorem Lorem ipsum dolor Ut enim ad minim lorem Lorem ipsum dolor
Lorem ipsum dolor Ut enim ad minim lorem Lorem ipsum dolor Ut enim ad minim lorem Lorem ipsum dolor