Hópsnes
-
LengthLess than 1 km
-
difficultyEasy
Explore the beauty of Hópsnes
Tanginn sem þú stendur á nefnist Hópsnes að vestanverðu en Þórkötlustaðanes að austanverðu. Nesið er tveggja kílómetra langt og eins kílómetra breitt. Það myndaðist fyrir um 2800 árum þegar hraun rann til sjávar.
Hópsnes/Þórkötlustaðanes myndaðist í gosi úr gígaröð sem kennd er við fellið Sundhnúk og er skammt norðan við byggðina í Grindavík. Hafnarskilyrði í Grindavík eru góð vegna þessa hraunrennslis og lóns (Hópsins) sem varð til við nesið þegar sjór tók að brjóta hraunið og flytja til laust efni. Ef nessins nyti ekki við er erfitt að sjá fyrir sér byggð í Grindavík. Það er því svo að eitt sex byggðalaga á Reykjanesskaga á tilvist sína að þakka gossprungu í eldstöðvakerfi sem enn er virkt. Jarðeldur getur komið upp á þessum slóðum hvenær sem er.
Grindavík hefur frá fyrstu tíð verið ein helsta verstöð á Íslandi. Sundhnúkur, þaðan sem hraunið rann er myndaði nesið, hefur leiðarmerki fyrir siglingar inn sundið inn á höfnina. Þegar farið er um nesið má víða sjá flök skipa sem strandað hafa þar og í nágrenninu á 20. öld. Við mörg flakanna eru upplýsingaskilti.
Fyrri hluti 20. aldar var blómatími byggðar og útgerðar á nesinu. Þá gerðu margir árabátar og síðar vélbátar út frá Þórkötlustaðanesi. Víða má sjá minjar um byggðina sem nú er horfin, s.s. innsiglingarvörður, fiskbyrgi, íshús, fiskhús, lifrarbræðslu og salthús. Útgerð fluttist á þann stað þar sem nú er Grindavíkurhöfn árið 1939. Þá gróf hópur atorkusamra Grindvíkinga í sundur rifið sem hindraði bátgegnd inn í Hópið. Hópsnesviti var byggður árið 1928.
Í dag er nesið er vinsælt til útivistar og liggur um það göngu- og hjólaleið.
Previous
Next

Location
Hópsnes

Coordinates
Latitude
63.828060
Longitude
-22.406936
Map Key
-
Location
Related destinations
- Easy
- Average
- Hard
- Very Hard
difficulty
Easy
Thorshofn
One of the main German trading post in Iceland during the 15th and 16th centuries. During the 19th century, ships started frequenting the harbour again but it was gradually abandoned, as the Sandgerði harbour was improved.





