Veröld vættanna - Bergrisinn vaknar + litabók

3.990 kr.

Frá örófi alda hafa landvættirnar haft það hlutverk að passa landið okkar. Bergrisinn, verndari Reykjaness, hefur þó sofið áratugum saman en nú er mál að hann vakni. Skottan sér til þess og saman heilsa þau upp á vini sína, Berglindi og Brimi.

Í þessari skemmtilegu sögu er landvættir Reykjaness kynntar til sögunnar og flakkað vítt og breytt um jarðvanginn. Bókinni fylgir líka skemmtilegt kort þar sem athygli er vakin á áhugaverðum stöðum sem gaman er að heimsækja. Þá fylgir einnig litabók með teikningum af kennileitum Reykjaness og myndum úr bókinni.

Höfundur texta er Margrét Tryggvadóttir en myndirnar gerði Silvia Pérez.
___

Frá árinu 2018 hefur Reykjanes Geopark Þróað talsmenn fyrir Reykjanes, þ.e. Veröld vættanna. Markmiðið er að koma upplýsingum og fróðleik á framfæri við yngstu kynslóðina. Vættirnir koma til með að auðvelda öll samskipti við börn og auka þannig náttúrulæsi, staðarvitund þeirra og þekkingu á umhverfismálum. Slíkt kemur til með að vera hvatning til hreyfingar og útivistar, auka stolt, styrkja rætur þeirra og tengingu við svæðið.

Útgáfa bókar um Veröld vættanna er mikilvægur liður í því að koma boðskap verkefnisins til skila og kynna söguheiminn og vættirnar til leiks. Þannig nú fær yngri kynslóðin tækifæri til að kynnast Veröld vættanna og sínu umhverfi.  Einnig er stefnt að áframhaldandi þróunarvinna og markaðsetningu verkefnisins.