Hvað er Geopark

Hvað er Geopark

UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi Reykjanes sem UNESCO Global Geopark árið 2015. UNESCO Global Geoparks eru svæði þar sem minjum og landslagi sem eru jarðfræðilega mikilvægar á heimsvísu er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun.

Í UNESCO Global Geopark eru jarðminjar nýttar ásamt öðrum náttúru- og menningarminjum svæðisins til að vekja athygli og skilning á þeim brýnu úrlausnarefnum sem blasa við samfélagi okkar: Sjálfbærri nýtingu auðlinda, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og hvernig draga má úr áhrifum náttúruhamfara.

Reykjanes UNESCO Global Geopark vinnur einnig þvert á landamæri og er aðili að stóru alþjóðlegu tengslaneti í gegnum European Geoparks Network og Global Geoparks Network.

Þú finnur samstarfsaðila okkar á ferðalagi um Reykjanes UNESCO Global Geopark. Þeir vinna með okkur að markmiðum UNESCO Global Geoparks.

Starfsmenn

Daníel Einarsson – Verkefnastjóri 

Sigrún Svafa Ólafsdóttir – Verkefnastjóri fræðslumála

Stjórn

Fannar Jónasson af hálfu Grindavíkurbæjar og Jón Þórisson til vara.

Þórdís Ósk Helgadóttir af hálfu Reykjanesbæjar og Kjartan Már Kjartansson til vara

Gunnar Axel Axelsson af hálfu Sveitarfélagsins Voga og Friðrik Valdimar Árnason til vara.

Magnús Stefánsson af hálfu Suðurnesjabæjar og Anton Kristinn Guðmundsson til vara.

Arnbjörn Ólafsson, Jóhann Snorri Sigurbergsson og Árni Sigfússon af hálfu annarra aðila sem aðild eiga að stofnuninni og Sölvi Rúnar Vignisson og Berglind Kristinsdóttir til vara.

Verkefni í vinnslu

Síða í vinnslu…

  • Tindar Reykjaness
  • Gönguleiðir
  • Uppbygging áningastaða
  • Geoparkfyrirtæki
  • Erasmus+: Upcycling
  • Veröld vættanna
  • Reykjanesbókin
  • Stjórnunar- og verndaráætlun