Um okkur

Um okkur

UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi Reykjanes sem UNESCO Global Geopark árið 2015. UNESCO Global Geoparks eru svæði þar sem minjum og landslagi sem eru jarðfræðilega mikilvægar á heimsvísu er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun.

Í UNESCO Global Geopark eru jarðminjar nýttar ásamt öðrum náttúru- og menningarminjum svæðisins til að vekja athygli og skilning á þeim brýnu úrlausnarefnum sem blasa við samfélagi okkar: Sjálfbærri nýtingu auðlinda, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og hvernig draga má úr áhrifum náttúruhamfara.

Reykjanes UNESCO Global Geopark vinnur einnig þvert á landamæri og er aðili að stóru alþjóðlegu tengslaneti í gegnum European Geoparks Network og Global Geoparks Network.

Þú finnur samstarfsaðila okkar á ferðalagi um Reykjanes UNESCO Global Geopark. Þeir vinna með okkur að markmiðum UNESCO Global Geoparks.