Þórshöfn
Einn helsti 15. og 16. aldar verslunarstaður Þjóðverja á Íslandi.
UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi Reykjanes sem UNESCO Global Geopark árið 2015. UNESCO Global Geoparks eru svæði þar sem minjum og landslagi sem eru jarðfræðilega mikilvægar á heimsvísu er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun.
Reykjanes UNESCO Global Geopark er 829
ferkílómetrar að flatarmáli, 0,85% af Íslandi. Þar rís Mið-Atlantshafshryggurinn úr sæ. Eldstöðvar móta skagann auk þeirra fyrirbæra sem henni fylgja, allt frá jarðlögum af jökulskeiði til ungra hrauna. Á Reykjanesi er hægt að finna háhitasvæði með tilheyrandi hverum og gufustrókum, hundruð mismunandi gíga, hella, hraunbreiða, kletta og svartar strendur. Ekki má gleyma að minnast á heimsþekkt fuglabjörg sem dýralífsunnendur mega alls ekki láta fram hjá sér fara.
Víðir, flatir grasvellir við rætur móbergshryggja. Þar sjást rústir tveggja smábýla sem minna á forna búskaparhætti á hálendi. Yngri bærinn var yfirgefinn eftir harða jarðskjálfta 1905.
Leifar af mjög löngum og háum garði síðan á fyrri hluta Þjóðveldisaldar (870-1000). Hann var byggður úr tofi og grjóti til að aðskilja húsdýr, tún og akra. Garðurinn er mjög siginn og hefur víða horfið með öllu.
Tignarlegur viti stendur á Suðvesturodda Reykjaness og hefur staðið á Bæjarfelli þar frá árinu 1908.
Lengst af var þar vitavörður og bóndi að störfum og má sjá ummerki eftir búskap víða í nágrenninu. Nú er vitanum að mestu fjarstýrt.
Vel viðhaldin kirkja og kirkjugarður frá árinu 1887. Kirkjan er byggð úr tilhögnu grágrýtishrauni (basalti) sem fengið var í nágrenninu. Hluti innviða eru úr rekatimbri. Systurkirkjuna er að finna í Njarðvík.
Undan norðanverðu Hagafelli austan við á Þorbjarnarfell við Grindavík eru háir móbergsklettar með þessu heiti. Þjóðsaga hermir að þar hafi staðbundnir þjófar verið teknir af lífi.
Á Garðskaga finnu þú tvo vita, sá eldri var byggður 1897 og sá seinni var reistur 1944.
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til …
Tilkynning frá Hafnarfjarðarbæ: Seltún í Krýsuvík verður lokað í maí vegna framkvæmda Seltún í Krýsuvík verður lokað frá 2. maí …
Reykjanes jarðvangur ses
Kt. 6311120480
E: info@reykjanesgeopark.is
Lorem ipsum dolor Ut enim ad minim lorem Lorem ipsum dolor Ut enim ad minim lorem Lorem ipsum dolor
Lorem ipsum dolor Ut enim ad minim lorem Lorem ipsum dolor Ut enim ad minim lorem Lorem ipsum dolor