Trölladyngja

 • height
  Hæð
  379 m
 • difficulty-hike
  Erfiðleikastig
  2/4
 • time
  Tími
  1-2 klst.
 • distance
  Vegalengd
  2-4 km
 • elevation
  Hækkun
  260 m

Explore the beauty of Trölladyngja

Trölladyngja er tilkomumikið fjall sem gaman er að ganga upp og frábært útsýni sem bíður manns á toppnum. Gangan hentar flestum og engan sérstakan búnað þarf nema ef um ræðir vetrarferð í hálku og/eða snjó. Rétt hjá Eldborg er lítil malarbílastæði og við upphaf göngu er lítið gil sem er skemmtilegt að fara upp en einnig er hægt að ganga upp auðvelda brekku norð-austan megin við það. Það eru nokkrar útfærslur af heildargöngunni en þær taka flestar um 1-2 klst. og eru um 2-4 km með 260m hækkun. Það er tilvalið að tengja göngu upp Trölladyngju við Grænudyngju og Sogin. Á toppnum er einstakt útsýni yfir Reykjanesskagann (Keili, Grænudyngju, Sogin o.fl.) og alla leið til Reykjavíkur og Snæfellsness.

Eitt ævintýralegasta göngusvæði Reykjaness felur sig við Trölladyngju og Grænudyngju. Trölladyngja er eldfjall semmyndaðist við gos undir jökli fyrir lok ísaldar og rétt við hana er Grænadyngja, en oft er talað um fjöllin sem tvíbura og saman eru þau kölluð Dyngjurnar. Til að komast að Trölladyngju er ekið eftir Reykjanesbraut(nr. 41) og þegar komið er að gatnamótum Vatnsleysustrandar er sveigt út af brautinni og farið til vinstri undir brautina og inn á malarveg sem merktur er Keili. Malarvegurinn er nokkuð grófur en þó fær flestum bílum á sumrin, en minni bíla þarf að keyra hægt. Þegar komið er að bílastæði fyrir Keili erhaldið áfram til vinstri. Eftir um 1 km er aftur beygt til vinstri þar til komið er að gígnum Eldborg þar sem hægt er að leggja bílnum (Sjá kort). Beint suður frá Eldborg er lítið gil sem markar upphaf göngunnar. Gilið krefst ekki tæknilegs klifurs, en ef einhver treystir sér ekki þar upp er einnig hægt að ganga upp hlíðarnar austan við það. Þegar komið er ofar í fjallið fer að marka fyrir slóða sem liggur upp á topp. Frábært útsýni er af toppi Trölladyngju, en þaðan sjást m.a. Keilir, Sogin,Spákonuvatn, Grænadyngja o.fl. Hægt er að fara tvær leiðir aftur niður, annaðhvort þá sömu og farin var upp eða áfram í suður. Ef tími og aðstæður leyfa er tilvalið að tengja Grænudyngju og háhitasvæðið Sogin við gönguna svo úr verði skemmtileg hringleið. Ef það er gert þá er haldið áfram ofan í dalinn á milli fjallanna og í átt að norðausturhlíð Grænudyngju. Þaðan er gengið upp eftir fjallinu en ekki margar leiðir koma til greina. Þegar komið er upp á Grænudyngju er tilvalið að halda áfram í suður, en þar er að finna eitt besta mögulega útsýni yfir Sogin og vötnin þar í kring. Ef ætlunin er að fara niður í Sogin er haldið áfram eins og leið liggur suður eftir Grænudyngju þar til Sogin blasa við.
Ef ætlunin er að fara aftur að bílastæðinu frá toppi Grænudyngju er best að halda í vestur og ganga niður eftir grasi grónum hlíðum Grænudyngju og niður í dalinn sem liggur á milli fjallanna. Þar tekur við slóði sem liggur í átt að gilinu sem farið var upp við upphaf göngu. Einfaldast er þó að fara sömu leið niður að bílastæði og farið var upp. Á veturna getur verið erfitt að komast að Trölladyngju og ef ætlunin er að klífa hana að vetri til er vissara að hafa viðeigandi vetrarbúnað.

 

Location

Trölladyngja

Coordinates

Latitude

64.895083

Longitude

-17.251415

Map Key

 • Location Location