Þorbjörn

 • height
  Hæð
  243
 • difficulty-hike
  Erfiðleikastig
  1/4
 • time
  Tími
  1 klst
 • distance
  Vegalengd
  3-5 km
 • elevation
  Hækkun

Explore the beauty of Þorbjörn

Norðan við Grindavík og rétt hjá Bláa lóninu liggur fellið Þorbjörn. Fellið myndaðist á síðasta kuldaskeiði ísaldar, við gos undir jökli, og er að mestu úr bólstrabergi. Þrátt fyrir að vera aðeins 243 metra hátt býður það upp á skemmtilegar og nokkuð fjölbreyttar göngur sem ættu að henta flestum. Hægt að byrja gönguna á nokkrum stöðum, en einfaldast er að byrja við bílastæði við Grindavíkurveg. Þar liggur gamall vegur upp eftir mesta brattanum og tvístrast svo þegar upp er komið. Fjallið stendur á misgengissprungum sem hafa myndað grunnan sigdal. Þar má sjá ummerki og leifar frá seinni heimsstyrjöld en setulið Bandaríkjamanna setti upp bækistöð í skjóli dalsins. Við sprunguhreyfingar hefur orðið til mikil hamragjá á toppi fjallsins sem kölluð er Þjófagjá. Sagan segir að þar hafi falið sig 15 þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Það var ekki fyrr en bóndasyni frá Hópi tókst að svíkja þá er þeir böðuðu sig á Baðsvöllum, norðan við Þorbjörn, sem þeir náðust loksins. Meira má lesa um þjófana og afdrif þeirra hér. Þegar upp er komið er möguleiki á nokkrum mismunandi leiðum. Upp á topp, í gegnum Þjófagjá og umhverfis toppinn. Hvert sem farið er má búast við frábæru útsýni í allar áttir. Það tekur ekki langan tíma að skoða hina ýmsu kima Þorbjarnar og fyrir þá sem vilja síður ganga upp á fjallið er einnig skemmtilegt að ganga í kringum það. Undir norðurhlíðum fjallsins er svo fallegur skógur sem nefnist Selskógur og er tilvalinn til útivistar.

Location

Þorbjörn

Coordinates

Latitude

63.864175

Longitude

-22.438996

Map Key

 • Byrjunarpunktur (Bílastæði) Byrjunarpunktur (Bílastæði)
 • Endapunktur (toppur) Endapunktur (toppur)