Stapatindar
-
Hæð401 m
-
Erfiðleikastig2/4
-
Tími1-2 klst.
-
Vegalengd2-3 km
-
Hækkun330 m

Explore the beauty of Stapatindar
Sveifluháls liggur vestan við Kleifarvatn og þar tróna Stapatindar hæst. Nokkrar leiðir liggja að toppnum og er hægt að leggja á ýmsum stöðum við Krýsuvíkurveg og fara þaðan upp á Sveifluháls og í átt að Stapatindum. Einfaldast er að leggja bílnum á bílastæði við Kleifarvatn og ganga beinustu leið upp á hálsinn. Á leiðinni eru flottir klettar og bergmyndanir sem gaman er skoða áður en mesti brattinn tekur við. Þegar upp á hrygginn er komið tekur við frábært útsýni eftir hryggnum til suðurs og norðurs og einnig er gaman að sjá Kleifarvatn úr þessari hæð. Í vestri blasa svo við Trölladyngja, Grænadyngja, Keilir og fleiri fallegir tindar umhverfis Sogin. Til að komast niður er eðlilega hægt að fara sömu leið og komið var upp, en einnig getur verið gaman að halda áfram eftir Sveifluhálsinum í suðvestur og vinna sig þaðan niður. Þegar berja tímabil stendur sem hæst er allt krökkt af berjum á þessu svæði og því tilvalið að koma með fjölskylduna og fylla föturnar af dýrindis berjum. Hvorki þegar farið er upp né niður á að þurfa neina sérstaka tæknikunnáttu í klifri.

Location

Coordinates
Latitude
Longitude
Map Key
-
Location