Selsvallafjall

  • height
    Hæð
    359 m
  • difficulty-hike
    Erfiðleikastig
    2/4
  • time
    Tími
    1-4 klst.
  • distance
    Vegalengd
    2-12 km
  • elevation
    Hækkun
    300 m

Explore the beauty of Selsvallafjall

Selsvallafjall er staðsett á skemmtilegu svæði sem ekki margir fara um, en tindurinn liggur vestan hinna fögru Vigdísarvalla. Í vesturhlíðum fjallsins fá finna leifar af breskri stríðsflugvél sem fórst þar árið 1943 eftir að hafa verið í eftirlitsflugi vegna kafbáta suðvestan Íslands. Á leiðinni gerði svartaþoku sem varð til þess að flugmaðurinn brotlenti vélinni í hlíðum fallsins en hægt er að lesa meira um slysið hér. Enn má finna leifar af flugvélinni en við biðjum alla þá sem heimsækja staðinn að taka enga muni með sér heim. Gönguna upp Selsvallafjall er bæði hægt að hefja við Suðurstrandarveg (nr. 247), þar sem Vigdísarvallarvegur byrjar eða með því að keyra inn Vigdísarvelli. Ef byrjað er við Suðurstrandarveg er gengið norður í átt að Núpshlíðarhálsi og honum fylgt, þangað til Selsvallafjalli er náð. Stuttu eftir að lagt er af stað frá Suðurstrandarvegi má sjá nokkra gíga sem skemmtilegt getur verið að staldra við og skoða. Síðan er haldið áfram þar til við tekur gamall malarvegur sem liggur ofan á hluta hryggjarins. Um 700 metra frá toppnum eru svo leifarnar af flugvélarbrakinu fyrir þá sem hafa áhuga á því. Af toppi Selsvallafjalls er frábært útsýni í allar áttir og í góðu skyggni má m.a. sjá alla leið til Vestmannaeyja, Snæfellsjökuls og Eldeyjar. Ýmist er hægt að fara sömu leið til baka eða halda áfram eftir hryggnum og niður hann austan megin. Þaðan er síðan hægt að fylgja Vigdísarvallavegi þangað sem bílnum var lagt. Fyrir þá sem langar í enn lengra ævintýri er alltaf möguleiki að halda áfram í norðurátt og skoða háhitasvæðin við Sogin og vötnin þar í kring.

Location

Selsvallafjall

Coordinates

Latitude

63.893972

Longitude

-22.152972

Map Key

  • Location Location