Hverafjall

 • height
  Hæð
  308 m
 • difficulty-hike
  Erfiðleikastig
  1/4
 • time
  Tími
  1 klst.
 • distance
  Vegalengd
  1 km
 • elevation
  Hækkun
  200 m

Gangan upp Hverafjall er stutt og laggóð og tilvalin til að fara með börn. Hægt er að leggja bílnum við Seltún og skoða háhitasvæðið áður en lagt er af stað upp fjallið. Útsýnið á leiðinni og ofan af toppnum mjög tilkomumikið þrátt fyrir að hækkunin sé ekki mikil. Þaðan sjást Grænavatn, Kleifarvatn ásamt fleiri fallegum stöðum. Gangan þarf ekki að taka meira en klukkutíma en skemmtilegt getur verið að halda áfram á næsta topp sem stendur beint fyrir ofan Seltún. Þaðan er síðan hægt að komast aftur á bílastæðið með því að fara niður hinumegin.

Location

Hverafjall

Coordinates

Latitude

63.895278

Longitude

-22.056722