Hverafjall

 • height
  Hæð
  308 m
 • difficulty-hike
  Erfiðleikastig
  1/4
 • time
  Tími
  1 klst.
 • distance
  Vegalengd
  1 km
 • elevation
  Hækkun
  200 m

Explore the beauty of Hverafjall

Einn vinsælasti ferðamannastaður Reykjaness er Seltún við Kleifarvatn. Fjöldinn allur af hverum á litríku háhitasvæði gera staðinn að fullkomnum áfangastað fyrir þá sem hafa áhuga á einstakri og lifandi náttúru. Til að komast þangað er keyrt með fram Kleifarvatni um Krýsuvíkurveg (nr. 42) þar til skilti bendir manni á gott bílastæði. Rétt fyrir ofan Seltún er þó falin perla sem á það til að fara fram hjá þeim sem heimsækja svæðið, Hverafjall. Hverafjall er aðeins um 300 metra hátt og er gangan upp stutt og laggóð. Umhverfis fjallið er töluverður jarðhiti sem leiðir af sér mikla litadýrð og tilheyrandi gufustróka. Útsýnið á leiðinni og ofan af toppnum er mjög tilkomumikið en þaðan sjást m.a. Grænavatn og Kleifarvatn ásamt fleiri fallegum stöðum. Gangan þarf ekki að taka meira en klukkutíma, en skemmtilegt getur verið að halda áfram á næsta topp sem stendur beint fyrir ofan Seltún (norðan við Hverafjall). Þaðan er svo annaðhvort hægt að fara sömu leið til baka eða halda ferðinni áfram og koma niður að bílastæðinu hinum megin frá. Á þeirri leið má finna margar litlar og heitar holur sem geta verið góðar til að verma kalda fingur ef ferðin er farin á köldum degi. Hverafjall er tilvalið fjall fyrir fjölskylduna eða þá sem vilja rétt skjótast af troðnu slóðunum og fá í staðinn fallegt útsýni yfir Kleifarvatn og umhverfi þess.

Location

Hverafjall

Coordinates

Latitude

63.893750

Longitude

-22.066778

Map Key

 • Byrjunarpunktur (bílastæði) Byrjunarpunktur (bílastæði)
 • Endapunktur Endapunktur