Grænavatnseggjar

 • height
  Hæð
  359 m
 • difficulty-hike
  Erfiðleikastig
  2/4
 • time
  Tími
  1-2 klst.
 • distance
  Vegalengd
  3-5 km
 • elevation
  Hækkun
  270 m.

Explore the beauty of Grænavatnseggjar

Grænavatnseggjar bjóða upp á skemmtilega og þægilega göngu með frábæru útsýni yfir Djúpavatn, Sogin, Grænavatn o.fl. Það er hægt að byrja gönguna á þremur mismunandi stöðum: Við gamla borholu við Sogin og svo á sitt hvorum enda Djúpavatns. Óháð því hvar byrjað er þá er gangan nokkuð auðveld en auðvelt að lengja með því að tengja við aðrar leiðir (Sogin, Grænudyngju o.fl.). Þegar komið er efst á Grænavatnseggjar sést yfir allt Djúpavatn og tilvalið er að halda leiðinni áfram suður eftir eggjunum í átt að Grænavatni. Hægt er að ganga í kringum það og ganga aftur norður með Keili á vinstri hönd. Eftir stutta göngu má svo sjá Spákonuvatn og Sogin. Frábær ganga á stórbrotnu og fjölbreyttu svæði rétt fyrir utan borgarmörkin.

Location

Grænavatnseggjar

Coordinates

Latitude

63.923583

Longitude

-22.100389

Map Key

 • Location Location