Fagradalsfjall – Langhóll

  • height
    Hæð
    391
  • difficulty-hike
    Erfiðleikastig
    1/4
  • time
    Tími
    2-3 klst
  • distance
    Vegalengd
    8-10 km
  • elevation
    Hækkun

Explore the beauty of Fagradalsfjall – Langhóll

Það þarf eflaust ekki að minna marga á eldgosið sem hófst 19. mars 2021, kennt við Fagradalsfjall. Hæsti tindur þess svæðis heitir Langhóll og er um 390 metra hár. Þótt gangan hafi boðið upp á fallegt útsýni áður en gosið átti sér stað, þá varð útsýnið alls ekki síðra eftir það. Á leiðinni er gott útsýni yfir gosstöðvarnar og magnað að sjá hvernig hraunið hefur fyllt upp í botn Geldingadals. Til að komast að Langhóli er ýmist hægt að keyra Suðurstrandarveginn (nr. 427) um Krýsuvík eða Þorlákshöfn eða með því að fara í gegnum Grindavík. Gott er að byrja gönguna við bílastæði 1 fyrir gosstöðvarnar. Þaðan er gengið eftir merktum stíg í gegnum hraunið og í átt að gossvæðinu. Eftir rúman kílómeter skiptist stígurinn í tvennt, önnur leiðin liggur í átt að gosinu, en til að komast að Langhóli skal beygja til vinstri. Leiðin er stikuð og leiðir mann í átt að smá brekku brölti, en þar er þessi fíni kaðall sem gerir ferðina upp auðveldari. Þegar upp er komið halda stikurnar áfram og leiða mann stystu leið að útsýni yfir gosstöðvarnar. Þar sem engar stikur beina manni í átt að Langhóli getur verið þægilegt elta stikurnar þar til gígurinn og hinn nýlega hraunfyllti Geldingadalur blasir við og halda svo áfram með fram brúninni. Frá kaðlinum eru um 2,5-3 km að toppi Langhóls og þar sem hann er hæsti punktur svæðisins liggur beinast við að fara brattann og vinna sig hægt og rólega upp í móti. Á leiðinni má finna fjöldann allan af litlum hraunmolum úr gosinu í Geldingadölum. Þegar nær dregur toppnum ætti að glitta í útsýnisskífu og þá er ekki eftir neinu að bíða og best að gefa aðeins í síðustu metrana áður en útsýnið og nestið tekur við. Á toppnum er svo frábært útsýni yfir Þráinsskjaldarhraun, Keili og til Grindavíkur. Skemmtileg ganga sem hentar flestum.

Location

Coordinates

Latitude

63.905111

Longitude

-22.272139

Map Key

  • Byrjunarpunktur (bílastæði P1) Byrjunarpunktur (bílastæði P1)
  • Endapunktur (toppur) Endapunktur (toppur)