Brú milli heimsálfa

  • icon1
    Length
    Less than 1 km
  • icon2
    difficulty
    Easy

Explore the beauty of Brú milli heimsálfa

Aðgát vegna sprungna við Brú milli heimsálfa og Valahnúk:
Reykjanes UNESCO Global Geopark vekur athygli á sprungum sem hafa myndast eða opnast nærri ferðamannastöðunum Brú milli heimsálfa og Valahnúk. Þessar sprungur geta verið varasamar og mikilvægt er að ferðamenn sýni aðgát á svæðinu. Gestir er beðnir um að fara varlega og halda sig frá jaðri sprungna hvar sem komið er á öllu Reykjanesinu. Ferðamenn eru á eigin ábyrgð á svæðinu.

Táknræn göngubrú liggur yfir togsprungu sem rekja má til gliðnunar jarðskorpu vegna plötu-(fleka-)reks um Mið-Atlantshafshrygginn. Meðalrekhraðinn er um 2 cm/ár en hreyfingarnar verða í hrinum með mislöngu bili.

Samkvæmt jarðfræðikenningum þá þrýstast Evrasíu- og Norður- Ameríkuflekarnir hvor frá öðrum á Reykjanesi. Plötuskilin afmarkast af gosreinum, gjám og gígaröðum sem liggja frá Reykjanesi og norðaustur um land. Segja má að Reykjaneshryggurinn (Mið-Atlantshafshryggurinn) “gangi” á land á Reykjanesi en með honum liggja skil þessara tveggja fleka. Ísland skiptist þannig milli tveggja jarðskorpufleka. Austurhluti landsins tilheyrir svonefndum Evrasíufleka og vesturhlutinn svonefndum Norður-Ameríkufleka. Skilin milli flekanna birtast okkur ýmist sem opnar sprungur og gjár eða sem sem gígaraðir.

Byggð hefur verið brú á milli “plötuskilanna” upp af Sandvík á Reykjanesi þar gefst kostur á að upplifa það að ganga á milli heimsálfa (jarðfræðilega séð) Fólki að kostnaðarlausu.

Hægt er að fá viðurkenningarskjal þess efnis að viðkomandi “hafi gengið á milli heimsálfa” gegn vægu gjaldi á upplýsingamiðstöð Reykjaness og gestastofu Reykjanes jarðvangs sem staðsett eru í Duushúsum í Reykjanesbæ.

 

 

Location

Coordinates

Latitude

63.868348

Longitude

-22.675337

Map Key

  • Location Location

Related destinations

    • Easy
    • Average
    • Hard
    • Very Hard
difficulty Easy

Þórshöfn

Einn helsti 15. og 16. aldar verslunarstaður Þjóðverja á Íslandi.

difficulty Easy

Thorshofn

One of the main German trading post in Iceland during the 15th and 16th centuries. During the 19th century, ships started frequenting the harbour again but it was gradually abandoned, as the Sandgerði harbour was improved.

difficulty Easy

Vogar í Höfnum

Rústir elstu byggðar á Reykjanesskaga.