ANNOUNCEMENT DUE TO POSSIBLE VOLCANIC ERUPTION IN REYKJANES

//english below

 

Þróun á virkninni á Reykjanesi í dag bendir til kvikuhreyfinga og sýni merki sem mælast í aðdraganda eldgosa. Að svo stöddu er ekki unnt að staðfesta að eldgos hefjist og ber að taka þessum atburðum með ró og yfirvegun en fylgjast vel með þróun mála og fylgja fyrirmælum almannavarna í einu og öllu. 

 

Við hvetjum alla sem hyggst á útivist og freista þess að skoða eldgos til að fylgja fyrirmælum og vera ekki að fara um svæðið á meðan óvissa er um framhald atburðanna sem eiga sér stað í dag og gefa vísindamönnum okkar tækifæri til að meta aðstæður án frekari truflana.

 

Vakin er athygli á því að miðað við hlýindi undanfarna daga og vikur er jarðvegur víða á þessu svæði afar viðkvæmur fyrir ágangi og getur það skapað óþarfa álag á vistkerfi og óþarfa álag á viðbragðsaðila á svæðinu. Í ljósi þessa hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lokað fyrir umferð að Keili og Fagardalsfjalli. 

 

Fólki mun gefast kostur á að skoða svæðið síðar á öruggan hátt um leið og aðstæður leyfa og verður það tilkynnt sérstaklega.

 

//

Today’s development of seismic activity in Reykjanes confirmed that there is volcanic unrest on the Reykjanes peninsula. Such activity is known to be the first signs of an imminent volcanic eruption. We encourage everyone to follow guidelines and instructions from local authorities and the Department of Civil Protection and Emergency Management (Almannavarnir) and stay calm. Everyone involved in monitoring the situation confidently says that if it comes to an eruption it will be small and effusive. That means slow-flowing lava with no immediate danger and minimal disruption.

 

We urge anyone planning to go out and try to observe the events to follow the instructions and not to go around the area while there is uncertainty about the events that are taking place today and give our scientists the opportunity to assess the situation. without further interruption. That being said, at the moment there is nothing to see and not known if an eruption will begin. 

 

Attention is drawn to the fact that given the warm weather of recent days and weeks, the soil in many parts of this area is very sensitive to all sorts of traffic and this can create unnecessary strain on ecosystems and unnecessary strain on responders in the area. In light of these events the roads to Keilir, Fagradalsfjall and surrounding areas have been closed off for traffic. 

 

Further information about this event will be updated.